Erlent

Utanríkisráðherra Finnlands telur Álandseyjar berskjaldaðar

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Varnarmálaráðherrar Svíþjóðar og Finnlands, Peter Hultqvist og Jussi Niinisto, funduðu í síðasta mánuði.
Varnarmálaráðherrar Svíþjóðar og Finnlands, Peter Hultqvist og Jussi Niinisto, funduðu í síðasta mánuði. Fréttablaðið/AFP
Jussi Niinistö, varnarmálaráðherra Finnlands, segir að Finnland verði að endurmeta varnarmálastefnu sína vegna aukinna umsvifa Rússlandshers í Eystrasalti. Bæði flotar Rússlands og NATO hafa aukið umferð sína um svæðið.

Hann veltir því upp að friðhelgi Álandseyja þurfi hugsanlega að endurskoða vegna þessa.

Álandseyjar eru herlaust land og ríkir alþjóðlegt samkomulag um hlutleysi eyjanna komi til átaka og ber ríkjum sem eru aðilar að samkomulaginu að virða það. Það hafi verið stefna Finnlands til þessa en Niinisto segir að nú þurfi hugsanlega að verða breyting á, mögulega þurfi Finnland að tryggja varnir Álandseyja í framtíðinni.

Hann vísar til innlimunar Krímskaga í Rússland og segir að þrátt fyrir að alþjóðlegir sáttmálar séu í gildi séu Rússar þannig úr garði gerðir að þeir myndu ekki virða hlutleysi Álandseyja kæmi til átaka.

Niinisto segir að Svíþjóð og Finnland muni vinna sameiginlega að aðgerðaráætlun um varnir Álandseyja og Eystrasalts.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×