Enski boltinn

Utandeildarlið Lincoln komið í 8-liða úrslit eftir sigur á Turf Moor | Sjáðu markið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Utandeildarlið Lincoln City er komið áfram í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir frækinn 0-1 sigur á úrvalsdeildarliði Burnley á Turf Moor í dag.

Það eru liðin 103 ár síðan utandeildarlið komst jafn langt í ensku bikarkeppninni. Tímabilið 1913-14 komst QPR í 8-liða úrslitin þar sem liðið tapaði fyrir Liverpool.

Burnley er með þriðja besta heimavallarárangurinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur en lærisveinar Seans Dyche þurftu að játa sig sigraða í dag.

Sean Raggett skoraði eina mark leiksins eftir hornspyrnu á 89. mínútu.

Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli á 20. mínútu.

Vandræðagemsinn Joey Barton var heppinn að sleppa við rautt spjald þegar hann sló til Terry Hawkridge í seinni hálfleik.

Leikmenn Lincoln voru duglegir að pirra Barton í leiknum og hann gat prísað sig sælan að hanga inn á.

Auk Burnley hefur Lincoln slegið B-deildarlið Ipswich Town og Brigton úr leik á leið sinni í 8-liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×