Sport

Usain Bolt: Einhver sagði að ég gæti orðið ódauðlegur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Usain Bolt kemur í mark.
Usain Bolt kemur í mark. Vísir/Anton
Usain Bolt var í miklu stuði í nótt eftir sigur sinn í 100 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Ríó en hann var að vinna 100 metra hlaupið á þriðju Ólympíuleikunum í röð.

„Einhver sagði að ég gæti orðið ódauðlegur. Tveir medalíur í viðbót og þá get ég kvatt. Ódauðlegur," sagði Usain Bolt eftir hlaupið.

„Þetta var frábært. Ég fór ekkert sérstaklega hratt en ég er ánægður með að hafa unnið. Ég sagði ykkur að ég myndi vinna," sagði Usain Bolt og glotti.

Sjá einnig:Usain Bolt Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi í þriðja sinn

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem inn á leikvang og áhorfendur byrja á púa á Gatlin. Það kom mér á óvart," sagði Usain Bolt. Bandaríkjamaðurinn Justin Gatlin tók silfrið í hlaupinu en er svarti sauðurinn eftir að hafa fallið á lyfjaprófi oftar en einu sinni.

„Þetta er góð byrjun á þessum leikum. Það verða alltaf til þeir sem efast um þig. Ég er samt í betra formi en á síðasta tímabili," sagði Bolt.

Usain Bolt hefur unnið þrenn gullverðlaun á undanförnum tveimur Ólympíuleikum og hefur sett stefnuna á það að endurtaka leikinn.

Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir byrjuninni og nú bíða margir spenntir eftir því hvort honum takist að vinna 200 metra hlaupið og boðhlaupið líka eins og í Peking 2008 og í London 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×