Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkað um 7,8 prósent á árinu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Úrvalsvísitalan hækkaði um 43 prósent árið 2015.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 43 prósent árið 2015. Vísir/GVA
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 7,8 prósent og stendur nú á sama stað og um miðjan október 2015.

Hlutabréf í Kauphöllinni lækkuðu verulega í morgun og lækkaði úrvalsvísitalan í kjölfarið. Hún fór þó að taka við sér er leið á daginn, og hækkaði um 0,19 prósent yfir daginn og mældist 1.732,89 stig í dagslok.

Verulegar lækkanir urðu hins vegar fyrir helgi á fimmtudag og föstudag. Vísitalan hefur lækkað um 7,8 prósent frá 30. desember þegar hún mædlist 1.880,3893 stig.

Úrvalsvísitalan hækkaði verulega í fyrra, eða um 43 prósent yfir árið.


Tengdar fréttir

Lækkanir í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa allra skráðra félaga í Kauphöllinni, nema Eikar, hafa lækkað í morgun.

Árið byrjar illa á hlutabréfamörkuðum

Kauphöllunum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað í gær eftir skarpar verðlækkanir. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkunin í Shenzhen varð átta prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir fimm prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma.

Veltan jókst um 34% milli 2014 og 2015

"Myndarleg aukning varð í viðskiptum á bæði hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði á árinu sem er að líða,“ segir Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallar Íslands, Nasdaq Iceland, um viðskiptin á árinu 2015.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×