Handbolti

Úrvalsliðið á EM: Entrerrios valinn besti leikmaður mótsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Entrerrios í stífri gæslu.
Entrerrios í stífri gæslu. Vísir/Getty
Evrópska handboltasambandið, EHF, var rétt í þessu að tilkynna úrvalslið mótsins á EM í Póllandi í handbolta en liðin tvö sem keppa til úrslita eiga alls þrjá fulltrúa í liðinu.

Raul Entrerrios, liðsfélagi Guðjóns Vals hjá Barcelona, var valinn verðmætasti leikmaður keppninar (e. MVP) en liðsfélagi hans í spænska liðinu, Julen Aguinagalde, var valinn í úrvalsliðið.

Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, á tvo fulltrúa í liðinu en Tobias Reichmann og Andreas Wolff voru báðir valdir í liðið.

Þá á Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, einn fulltrúa en Henrik Møllgaard var valinn í liðið að þessu sinni.

Aðrir leikmenn sem voru valdir voru Sander Sagosen (Noregur), Bartosz Jurecki (Pólland), Johan Jakobsson (Svíþjóð) og Manuel Strlek (Króatía).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×