Fótbolti

Úrvalslið Þýskalands á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andreas Brehme skoraði markið sem tryggði Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn 1990.
Andreas Brehme skoraði markið sem tryggði Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn 1990. Vísir/Getty
Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina.

Athugið að þetta er úrvalslið þeirra leikmanna sem hafa staðið sig best fyrir hönd þessara þjóða á HM, þannig að menn á borð við Bernd Schuster, Alfredo di Stéfano og José Manuel Moreno, sem spiluðu aldrei á HM, koma ekki til greina.

Úrvalslið Þýskalands:



Markvörður: Sepp Maier (1966, 1970, 1974, 1978)

Lék 95 landsleiki fyrir V-Þýskalandi og tók þátt á þremur heimsmeistaramótum. Kötturinn frá Anzing varði mark heimsmeistaraliðs Þjóðverja árið 1974.

Sweeper: Franz Beckenbauer (1966, 1970, 1974)

Einn besti leikmaður sögunnar. Keisarinn hóf ferilinn sem miðvörður en færði sig svo í stöðu sweepers. Var fyrirliði Þjóðverja á HM 1974. Gerði V-Þýskaland að heimsmeisturum 1990 sem þjálfari.

Hægri bakvörður: Paul Breitner (1974, 1982)

Afróhærður Maóisiti sem gat spilað báðar bakvarðastöðurnar og inni á miðjunni. Var hluti af heimsmeistaraliði Þjóðverja 1974 og silfurliðinu 1982. Skoraði í báðum úrslitaleikjunum.

Miðvörður: Jürgen Kohler (1990, 1994, 1998)

Frábær varnarmaður sem varð heimsmeistari 1990. Vann Meistaradeild Evrópu með Borussia Dortmund vorið 1997.

Vinstri bakvörður: Andreas Brehme (1986, 1990, 1994)

Frábær spyrnumaður sem var nær algjörlega jafnfættur. Tók jafnan vítaspyrnur með hægri fæti, en horn- og aukaspyrnur með þeim vinstri. Skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum 1990.

Miðjumaður: Fritz Walter (1954, 1958)

Fyrirliði heimsmeistaraliðs V-Þýskalands 1954. Spilaði allan sinn feril hjá Kaiserslautern.

Miðjumaður: Lothar Matthäus (1982, 1986, 1990, 1994, 1998)

Annar tveggja leikmanna sem hafa spilað á fimm heimsmeistaramótum og leikjahæsti leikmaður á HM frá upphafi með 25 leiki. Fyrirliði V-Þýskalands 1990.

Gerd Müller og Paul Breitner, markaskorar V-Þýskalands í úrslitaleiknum á HM 1974.Vísir/Getty
Miðjumaður: Uwe Seeler (1958, 1962, 1966, 1970)

Einn þriggja leikmanna sem hafa skorað á þremur heimsmeistaramótum. Vann til silfurverðlauna 1966 og bronsverðlauna fjórum árum síðar. Lék með Hamburg í tæpa tvo áratugi.

Framherji: Helmut Rahn (1954, 1958)

Skoraði tvö mörk þegar Þjóðverjar unnu Ungverja í úrslitaleiknum 1954. Annar markahæsti leikmaður HM 1958 ásamt Pelé með sex mörk.

Framherji: Gerd Müller (1970, 1974)

Der Bomber var lengi markahæsti leikmaður í sögu HM. Var markahæstur á HM 1970 með tíu mörk og skoraði fjögur mörk þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 1974, þ.á.m. sigurmarkið í úrslitaleiknum gegn Hollandi.

Framherji: Miroslav Klose (2002, 2006, 2010, 2014)

Markahæsti leikmaður í sögu HM með 16 mörk. Sló metið þegar Þjóðverjar unnu stórsigur á Brasilíu í undanúrslitunum á þriðjudaginn var.

Varamenn:

Oliver Kahn, markvörður (1994, 1998, 2002, 2006)

Berti Vogts, hægri bakvörður (1970, 1974, 1978)

Philipp Lahm, bakvörður/miðjumaður (2006, 2010, 2014)

Wolfgang Overath, miðjumaður (1966, 1970, 1974)

Michael Ballack, miðjumaður (2002, 2006)

Jürgen Klinsmann, framherji (1990, 1994, 1998)

Karl-Heinz Rummenigge, framherji (1978, 1982, 1986)


Tengdar fréttir

Úrvalslið Argentínu á HM

Í tilefni af úrslitaleik Argentínu og Þýskalands í kvöld setti Vísir saman úrvalslið beggja þjóða á HM í gegnum tíðina.

Löw fann til með brasilísku þjóðinni

Joachim Löw fann til með brasilísku þjóðinni eftir niðurlægjandi 7-1 tap gegn Þýskalandi í gær á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu.

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Tap Brasilíu metjöfnun

Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×