Fótbolti

Úrvalslið HM að mati fyrrverandi landsliðsfyrirliða Bandaríkjanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Formiga er elsti leikmaður sem hefur skorað á HM.
Formiga er elsti leikmaður sem hefur skorað á HM. vísir/getty
Sem kunnugt er klárast HM í Kanada um helgina. Á morgun mætast Þýskaland og England í leik um 3. sætið og á sunnudeginum er komið að sjálfum úrslitaleiknum, á milli Bandaríkjanna og Japan.

Þessi sömu lið mættust í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum þar sem Japan hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.

Í tilefni þess að HM er að renna sitt skeið valdi Julie Foudy, fyrrverandi fyrir bandaríska landsliðsins, úrvalslið mótsins fyrir ESPN.

Bandaríkin og Frakkland eiga flesta fulltrúa í liðinu, eða þrjá hvort lið.

Hope Solo hefur aðeins fengið á sig eitt mark á HM og haldið hreinu í öllum útsláttarleikjum Bandaríkjanna.vísir/getty
Vandræðagemsinn Hope Solo er í markinu, en hún hefur aðeins fengið á sig eitt mark á HM og haldið hreinu í öllum þremur útsláttarleikjunum sem bandaríska liðið hefur spilað.

Sjá einnig: Aðeins fengið á sig eitt mark en kemur ekki til greina sem besti leikmaður HM

Samherji hennar, Julie Johnston, er í miðri vörninni en þessi 23 ára gamli leikmaður hefur slegið í gegn á HM. Þriðji Bandaríkjamaðurinn í úrvalsliðinu er Carli Lloyd sem hefur skorað í öllum þremur útsláttarleikjunum.

Frakkar eiga sem áður segir þrjá leikmenn í úrvalsliðinu; miðvörðinn Wendie Renard, miðjumanninn Eugenie Le Sommer og hægri kantmanninn Elodie Thomis sem skoraði þrjú mörk á HM.

Japan á aðeins einn fulltrúa í úrvalsliðinu, vinstri bakvörðinn Aya Sameshima. Caitlin Foord, frá Ástralíu, er hægri bakvörður í úrvalsliði Foudy.

Hin brasilíska Formiga er öftust á miðjunni en hún var að spila á sínu sjötta heimsmeistaramóti.

Celia Sasic frá Þýskalandi er í fremstu víglínu en hún er markahæst á HM með sex mörk. Og á vinstri kantinum er svo hin svissneska Ramona Bachmann sem gerði þrjú mörk á HM.

Celia Sasic er markahæst á HM með sex mörk.vísir/getty
Úrvalslið Julie Foudy:

Markvörður: Hope Solo (Bandaríkin)

Hægri bakvörður: Caitlin Foord (Ástralía)

Miðverðir: Julie Johnston (Bandaríkin) og Wendie Renard (Frakkland)

Vinstri bakvörður: Aya Sameshima (Japan)

Afturliggjandi miðjumaður: Formiga (Brasilía)

Framliggjandi miðjumenn: Carli Lloyd (Bandaríkin) og Eugenie Le Sommer (Frakkland)

Hægri kantmaður: Elodie Thomis (Frakkland)

Framherji: Celia Sasic (Þýskaland)

Vinstri kantmaður: Ramona Bachmann (Sviss)


Tengdar fréttir

25 ára táraflóð ensku landsliðanna

Ótrúlegt sjálfsmark Lauru Bassett batt enda á draum Englendinga um fyrsta úrslitaleik þjóðarinnar á HM í knattspyrnu í 49 ár.

Wambach sleppur með áminningu

FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandið, hefur áminnt Abby Wambach, framherja bandaríska landsliðsins, fyrir ummæli hennar eftir leik Bandaríkjanna og Kólumbíu í 16-liða úrslitum á HM í Kanada á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×