Erlent

Úrslitin sýna sjúkdómseinkenni í sænskri pólitík

Atli Ísleifsson skrifar
Siv Jensen leggur áherslu á að norski Framfaraflokkurinn eigi lítið sameiginlegt með Svíþjóðardemókrötum.
Siv Jensen leggur áherslu á að norski Framfaraflokkurinn eigi lítið sameiginlegt með Svíþjóðardemókrötum. Vísir/AFP
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs og formaður Framfaraflokksins, segir að aukið fylgi Svíþjóðardemókrata kunni að vera viðbrögð við sjúkdómseinkenni í sænskum stjórnmálum.

„Ég lít á fylgisaukningu Svíþjóðardemókrata sem sjúkdómseinkenni sem hinir flokkarnir ættu að taka alvarlega. Í Svíþjóð eru ekki flokkar sem ræða innflytjendamál og aðlögun innflytjenda á opinn hátt,“ segir Jensen í samtali við NTB og veltir fyrir sér hvort tími sé kominn á sjálfskoðun.

Jensen leggur áherslu á að Framfaraflokkurinn eigi lítið sameiginlegt með Svíþjóðardemókrötum og að hún vilji lítið skipta sér af því hvernig Svíar hátta stjórnmálum í landinu.

„Það er of snemmt að segja til það hvað bíður Svíanna, en ég á von á því að Löfven [formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins] muni taka sér góðan tíma við ríkisstjórnarmyndun. Burtséð frá því þá hlakka ég til góðs samstarfs,“ segir Jensen.

Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, líkti sjálfum sér við Jensen á mótmælum í Ósló í sumar, en orðum hans var harðlega mótmælt. „Ég trúi því að móttökur mínar hér í Noregi séu sambærilegar þeim sem Siv Jensen myndi fá ef hún myndi heimsækja Svíþjóð,“ sagði Åkesson þá.


Tengdar fréttir

Kosningarnar í Svíþjóð: Heldur dapurlegur sigur Löfvens

Leiðtogi sænskra sósíaldemókrata getur ekki myndað meirihlutastjórn vinstri flokkanna, þrátt fyrir kosningasigur þeirra í gær. Svíþjóðardemókratar eru orðnir þriðji stærsti flokkurinn, en enginn vill stjórna með honum og rafmagnið var tekið af kosningavökunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×