Fótbolti

Úrslitaleikur EM 2020 á Wembley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í morgun að undanúrslit og úrslit EM 2020 muni fara fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

EM 2020 mun fara fram í borgum víðsvegar í Evrópu en ekki í einu ákveðnu landi líkt og hefðin er.

Þýskaland sóttist einnig eftir því að halda úrslitaleikina í München en ákvað í raun að stíga til hliðar í skiptum fyrir stuðning Englendinga við að halda EM 2024 í Þýskalandi.

Þrír leikir í riðlakeppninni og einn í fjórðungsúrslitum munu þó fara fram í München, rétt eins og í Rómarborg og Baku í Aserbaídsjan.

Átta borgir fá hvert þrjá leiki í riðlakeppni og einn í 16-liða úrslitum. Þær eru Amsterdam, Bilbao, Brussel, Búkarest, Búdapest, Kaupmannahöfn, Dublin og Glasgow.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×