Körfubolti

Úrslitakeppnin hefst í dag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Miami Heat hefur unnið undanfarin tvö ár
Miami Heat hefur unnið undanfarin tvö ár Vísir/Getty
Framundan er sannkölluð veisla fyrir alla körfubolta áhugamenn en úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefst í dag. Toronto Raptors tekur á móti Brooklyn Nets í fyrsta leik úrslitakeppninnar en þetta verður fyrsti leikur Toronto í úrslitakeppninni í sex ár.

Þá tekur Los Angeles Clippers á móti Golden State Warriors í Staples Center í spennandi einvígi. Golden State verður án miðherjans Andrew Bogut og gætu Blake Griffin og DeAndre Jordan, stóru mennirnir í liði Clippers reynt að nýta sér það.

Í þriðja leik dagsins tekur Indiana Pacers á móti Atlanta Hawks í Indiana. Þarna mætast liðin sem enduðu í fyrsta og áttunda sæti Austurdeildarinnar og mætti því ætlast til að Indiana myndi sópa Haukunum í frí. Slök spilamennska Indiana liðsins frá Stjörnuhelginni hefur hinsvegar vakið athygli og er því aldrei að vita hvort Haukarnir gætu gert þetta að spennandi einvígi.

Að lokum tekur Oklahoma City Thunder á móti Memphis Grizzlies í Oklahoma. Kevin Durant varð krýndur stigahæsti leikmaður deildarinnar í fjórða sinn á síðustu fimm árum á dögunum og kemur á góðu skriði inn í úrslitakeppnina.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×