Innlent

Úrskurður nefndarinnar er til skoðunar hjá lögmönnum Ríkislögreglustjóra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haraldur Johannessen, Ríkislögreglustjóri, rökstuddi ráðninguna með því að vísa í jafnréttislög.
Haraldur Johannessen, Ríkislögreglustjóri, rökstuddi ráðninguna með því að vísa í jafnréttislög.
Ríkislögreglustjóri vill í tilefni af fréttum um úrskurð kærunefndar jafnréttismála taka fram, að úrskurður nefndarinnar er til skoðunar hjá lögmönnum embættisins. Af þeim sökum reynist ekki unnt að fjalla um málið á opinberum vettvangi af embættisins hálfu fyrr en að skoðun þeirra er lokið.

Ríkislögreglustjóri sendi frá sér þessi orð í tilkynningu nú síðdegis.

Kærunefnd jafnréttismála telur að Ríkislögreglustjóri hafi brotið lög um jafnan rétt kvenna og karla þegar hann skipaði Birnu Guðmundsdóttur í starf lögreglufulltrúa hjá Lögregluskóla ríkisins í febrúar á þessu ári.

Ríkislögreglustjóri rökstuddi ráðninguna með því að vísa í jafnréttislög. En í umsögn Lögregluskóla ríkisins kom fram að þrír karlmenn væru taldir hæfari en konan sem var ráðin. Einn mannanna þriggja kærði málið til kærunefndarinnar og mun nú, eftir að úrskurður liggur fyrir, íhuga ásamt lögmanni sínum hvort að farið verði með málið fyrir dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×