Erlent

Úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir tilraun til morðs á lögreglumanni

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglumaðurinn sem varð fyrir skotinu er enn í lífshættu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglumaðurinn sem varð fyrir skotinu er enn í lífshættu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/EPA
Dómstóll í Glostrup í Danmörku hefur úrskurðað 26 ára karlmann í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir tilraun til morðs á lögreglumanni í Albertslund, vestur af Kaupmannahöfn, í gærmorgun. Maðurinn mun gangast undir geðrannsókn.



Í frétt DR
segir að maðurinn sé auk þess grunaður um að hafa stolið skotvopni og ólöglegan vopnaburð. Hann neitar sök í málinu.

Tilkynning barst um að 43 ára lögreglumaður hafi verið skotinn í höfuðið fyrir utan lögreglustöðuna í Albertslund klukkan 8:20 í gærmorgun. Lögreglumaðurinn var þá á leið til vinnu.

Hinn grunaði hefur áður verið dæmdur fyrir að hafa haft í hótunum við lögreglumenn. Þannig var hlaut hann árið 2013 átta mánaða dóm fyrir að hafa skotið úr loftbyssu við sömu lögreglustöð í Albertslund. Hann gekkst þá undir geðrannsókn og úrskurðaður sakhæfur.

Móðir mannsins greindi lögreglu frá því í gær að sonur hennar hafi nýlega sagst vilja stela skotvopni og skjóta einhvern lögreglumann.

DR segir frá því að lögreglumaðurinn sem var skotinn sé enn í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×