Enski boltinn

Urðu að fjarlægja nafn Balotelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Starfsmenn Liverpool hafa gripið til þess ráðs að fjarlægja nafn Mario Balotelli úr kosningu á heimasíðu félagsins um leikmann ársins.

Eins og áður hefur verið fjallað um tóku stuðningsmenn annarra liða, allra helst Manchester United, til þess ráðs að sameinast um að kjósa Balotelli í kosningunni.

Balotelli kom til Liverpool síðastliðið sumar en hefur ekki náð að standa undir væntingum. Svo virðist sem að félagið hafi fjarlægt nafn hans til að koma í veg fyrir að kappinn verði kjörinn leikmaður ársins og spara sér þar með neyðarlega umfjöllun um málið.

Allir aðrir leikmenn aðalliðsins koma til greina, jafnvel leikmenn eins og Jordan Rossiter, Jordan Williams og Danny Ward sem hafa aldrei komið við sögu í ensku úrvalsdeildinni sem byrjunarliðsmenn.


Tengdar fréttir

Mest drullað yfir Chelsea á netinu

Leikmenn og lið í ensku úrvalsdeildinni fá óvæga meðferð á netinu en ný rannsókn á samfélagsmiðlum sýnir að liðin og leikmennirnir í vinsælustu fótboltadeild í heimi hafa fengið yfir 130 þúsund móðgandi athugasemdir á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×