Viðskipti erlent

Urban Outfitters tekur treyju með „blóðslettum“ úr sölu

Atli Ísleifsson skrifar
Fjórir nemendur Kent-háskóla í Ohio voru skotnir til bana á þriðja degi mótmæla gegn Víetnamstríðinu á lóð skólans þann 4. maí 1970.
Fjórir nemendur Kent-háskóla í Ohio voru skotnir til bana á þriðja degi mótmæla gegn Víetnamstríðinu á lóð skólans þann 4. maí 1970. Mynd/Urban Outfitters
Bandaríska fatafyrirtækið Urban Outfitters hefur fjarlægt „gamaldags“ peysu af netsíðu sinni eftir ásakanir um að rauðir blettir á peysunni líktust blóðslettum.

Á peysunni er einnig að finna merki Kent-háskólans í Ohio, en þjóðvarðliðar skutu fjóra menn sem mótmæltu Víetnamstríðinu til bana og særðu níu til viðbótar á lóð skólans á árið 1970.

Talsmenn Urban Outfitters hafa beðist afsökunar og segja ætlunina ekki hafa verið að vísa til atburðanna árið 1970.

Í frétt Guardian segir að nemendurnir hafi verið skotnir þann 4. maí 1970, á þriðja degi mótmæla á lóð háskólans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×