Enski boltinn

Úr utandeildinni í enska landsliðið á þremur árum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vardy spilaði með Fleetwood Town í utandeildinni fyrir þremur árum. Nú er hann kominn í enska landsliðið.
Vardy spilaði með Fleetwood Town í utandeildinni fyrir þremur árum. Nú er hann kominn í enska landsliðið. vísir/getty
Roy Hodgson hefur valið enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Írlandi og Slóveníu í undankeppni EM 2016 í júní.

Þrír nýliðar eru í hópnum; framherjarnir Charlie Austin og Jamie Vardy og markvörðurinn Tom Heaton.

Austin hefur skorað 17 mörk á tímabilinu fyrir QPR sem er fallið niður í B-deild. Vardy, sem spilaði í utandeildinni fyrir þremur árum, hefur gert fjögur mörk í 33 deildarleikjum fyrir Leicester sem bjargaði sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með góðum endaspretti.

Heaton, sem er uppalinn hjá Manchester United, leikur með Burnley sem er, líkt og QPR, fallið úr úrvalsdeildinni. Hann er eini markvörður deildarinnar sem hefur spilað hverju einustu mínútu í vetur.

Leighton Baines er ekki í hópnum en hann er nýkominn úr aðgerð á ökkla. Þá var Ashley Young, kantmaður Manchester United, ekki valinn þrátt fyrir góða frammistöðu í vetur.

Harry Kane og Saido Berahino eru heldur ekki í hópnum en þeir voru valdir í enska U-21 árs landsliðið sem er á leið á EM í Tékklandi í júní.

Markverðir:

Rob Green (QPR), Joe Hart (Manchester City), Tom Heaton (Burnley).

Varnarmenn:

Ryan Bertrand (Southampton), Gary Cahill (Chelsea), Nathaniel Clyne (Southampton), Kieran Gibbs (Arsenal), Phil Jagielka (Everton), Phil Jones (Manchester United), Chris Smalling (Manchester United).

Miðjumenn:

Ross Barkley (Everton), Fabian Delph (Aston Villa), Jordan Henderson (Liverpool), Adam Lallana (Liverpool), Ryan Mason (Tottenham), James Milner (Manchester City), Raheem Sterling (Liverpool), Andros Townsend (Tottenham), Theo Walcott (Arsenal), Jack Wilshere (Arsenal).

Framherjar:

Charlie Austin (QPR), Wayne Rooney (Manchester United), Jamie Vardy (Leicester), Danny Welbeck (Arsenal).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×