Lífið

Úr lögfræði í lögguna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Áslaug segir það hafa tíðkast í gegnum tíðina að laganemar starfi hjá lögreglunni á sumrin.
Áslaug segir það hafa tíðkast í gegnum tíðina að laganemar starfi hjá lögreglunni á sumrin. Mynd/úr einkasafni
„Mig langar að verða víðsýnni og nýta sumrin á meðan ég er í lagadeild til að prófa eitthvað nýtt,“ segir laganeminn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Hún hefur ráðið sig í sumarstarf hjá lögreglunni á Hvolsvelli og tekur til starfa í lok þessa mánaðar.

„Þetta var búinn að vera leyndur draumur í smá tíma. Ég held að þetta sé mjög gefandi starf og felst mikið í að hafa samskipti við fólk. Ég held að þetta henti mér vel því ég er mjög félagslynd. Ég er mjög spennt fyrir þessu starfi því þetta getur bæði verið erfitt og gleðilegt. Ég er nokkuð lífsreynd eftir það sem ég hef gengið í gegnum þannig að ég tel mig geta sinnt þessu vel,“ segir Áslaug en hún ræddi opinskátt um veikindi í fjölskyldu sinni í þættinum Prófíl á PoppTV í síðasta mánuði.

Áslaug segir ráðningarferlið hafa verið skemmtilegt og krefjandi en auk hefðbundins vinnuviðtals þurfti hún að þreita þrekpróf.

„Þrekprófið var blanda af ýmsum stöðvaæfingum, hlaupi, sundi og ýmsu öðru. Það reyndi á en er alveg gerlegt fyrir þá sem eru ekki algjör sófadýr. Ég bjó allavega vel að því að hafa hreyft mig eitthvað,“ segir Áslaug glöð í bragði.

Áslaug flytur til Hvolsvallar í sumar en býst við því að kíkja til Reykjavíkur í vaktafríum endrum og eins. Hún segir þessa reynslu líka nýtast sér í náminu.

„Það hefur lengi tíðkast að laganemar starfi hjá lögreglunni yfir sumartímann. Faðir minn, Sigurbjörn Magnússon, gerði þetta lika á sínum tíma enda er þetta góð reynsla. Í laganáminu lærum við um margt sem tengist störfum lögreglunnar. Í þessu starfi er maður í samskipti við stóran hóp af fjölbreyttu fólki og ég er mjög spennt fyrir sumrinu.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×