Erlent

Uppvötvuðu nýja tegund ferskvatnshöfrunga

Brjánn Jónasson skrifar
Ný tegund ferskvatnshöfrunga hefur hlotið heitið Inia araguaiaensis, eftir Araguaia-fljótinu þar sem þeir finnast.
Ný tegund ferskvatnshöfrunga hefur hlotið heitið Inia araguaiaensis, eftir Araguaia-fljótinu þar sem þeir finnast. Mynd/Nicole Dutra
Rannsóknir á ferskvatnshöfrungum í Araguaia-fljótinu í Amazon-frumskóginum í Brasilíu hafa leitt í ljós að þeir tilheyra nýrri tegund. Nærri ein öld er liðin frá því ný tegund höfrunga uppgvötvaðist síðast, árið 1918.

Höfrungarnir tilheyra fimmtu tegund fersksvatnshöfrunga sem þekkt er í heiminum, samkvæmt umfjöllun BBC. Þrjár tegundir eru í mikilli útrýmingarhættu.

Talið er að um 1.000 höfrungar af þessari nýju tegund séu til í dag. Lengi var talið að þeir tilheyrðu annarri tegund höfrunga, en rannsóknir á erfðaefni höfrunganna hafa leitt annað í ljós.

Nú er talið að þeir hafi skilist frá annarri tegund ferskvatnshöfrunga sem lifa í fljótum Amazon-frumskógarins fyrir rúmum tveimur milljónum ára. Sú tegund er kennd við frumskóginn, og eru einstaklingar af þeirri tegund kallaðir Amazon-höfrungar, þó latneska heiti þeirra sé Inia geoffrensis.

Hér má sjá dreifingu þriggja tegunda ferskvatnshöfrunga í fljótum Amazon-frumskógarins. Algengastir eru Amazon-höfrungarnir (Inia g. geoffrensis). Araguaia-höfrungarnir lifa í fljótum á bláa svæðinu á kortinu.Mynd/Plos One
„Þeir eru mjög líkir hinum höfrungunum,“ segir Dr. Tomas Hrbek, einn höfunda vísindagreinar þar sem fjallað er um þessa nýju tegund. Greinin birtist í vísindaritinu Plos One

Í greininni segir að rannsaka þurfi betur tenginguna milli þessarar nýju tegundar og Amazon-ferskvatnshöfrungunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×