Menning

Upptökur á Ragnheiði standa yfir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Þórðarson ásamt Páli og Sveini frá Stúdíó Sýrlandi.
Gunnar Þórðarson ásamt Páli og Sveini frá Stúdíó Sýrlandi. Mynd/Sinfóníuhljómsveit Íslands
Unnið er að upptökum á óperunni Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson með þátttöku Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Óperukórsins. Óperan var fyrst flutt á konsertformi þrívegis í Skálholtskirkju og síðar í Eldborgarsal Hörpu og fékk meðal annars fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins.

Tónskáldið Gunnar Þórðarson fylgdist vel með upptökum úr tækniherberginu í Norðurljósum í morgun. Upptökur munu standa yfir næstu daga. Sveinn Kjartansson tæknistjóri og Páll Guðmundsson hljóðmaður voru á staðnum fyrir hönd Stúdíó Sýrlands.

Talið er að um þrettán þúsund manns hafi séð Ragnheiði á níu sýningum í Hörpu. Stjórnandi óperunnnar var Petri Sakari en í aðalhlutverkum voru Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Elmar Gilbertsson, Elsa Waage, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Jóhann Smári Sævarsson.


Tengdar fréttir

Ragnheiður og Gullna hliðið hlutu flest verðlaun

Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman 2014, voru afhent við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Ragnheiður og Gullna hliðið hlutu þrenn verðlaun hvor sýning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×