Erlent

Uppþot á Reddit

Samúel Karl Ólason skrifar
Skjástkot af Reddit. Þetta kemur upp ef reynt er að opna læst svæði.
Skjástkot af Reddit. Þetta kemur upp ef reynt er að opna læst svæði.
Stórum hlutum hinnar vinsælu tenglasíðu, Reddit, hefur verið læst af umsjónarmönnum þeirra. Það var gert eftir að Victoria Taylor, umsjónarmaður undirsíðu Reddit, var rekin. Hún sá um lið sem kallast Ask Me Anything (AMA), þar sem frægt fólk var fengið til að svara öllum spurningum notenda.

Umsjónarmennirnir hafa læst fjölmörgum undirsíðum eða svokölluðum Subreddit svæðum, svo að nýir notendur geta ekki séð hvað gerist þar.

Hér má sjá lista TechCrunch yfir stærstu undirsíðurnar sem hefur verið læst. Sé reynt að fara inn á því sjást þau skilaboð að þeim hafi verið læst vegna óvæntra starfsmannabreytinga. Allt í allt var meira en hundrað svæðum læst.

/r/askreddit (8.7 milljón áskrifendur)

/r/todayilearned (8.6 milljónir)

/r/pics (8.6 milljónir)

/r/iama (8.3 milljónir)

/r/videos (7.9 milljónir)

/r/gaming (7.8 milljónir)

/r/movies (7.5 milljónir)

/r/technology (5.1 milljónir)

/r/books (4.9 milljónir)

Victoria Taylor var sagt upp eftir að séra Jesse Jackson tók þátt í AMA. Honum gekk ekki vel að svara hörðum spurningum notenda Reddit og er sagður hafa komið illa út úr því. Meðal þeirra sem hafa áður tekið þátt í AMA eru Barack Obama og Julian Assange.

Hún vann náið með mörgum af umræddum sjálfboðaliðum sem segja hana vera ómissandi fyrir Reddit. Önnur ástæða fyrir brottrekstri hennar er samkvæmt TecChrunch, mögulega sú að forsvarsmenn Reddit hafa viljað auka tekjur AMA með því að auka auglýsingar og taka þau upp á myndbönd. Hún er sögð hafa verið mótfallin því.

Sama hver ástæðan er virðast forsvarsmenn Reddit ekki hafa áttað sig á því notendur Reddit og umsjónarmenn undirsíðna hafa mikla trú á henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×