Fótbolti

Uppteknari við að skoða sjálfan sig en að fagna sigri: Spegill, spegill ...

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo með símann.
Cristiano Ronaldo með símann. Vísir/EPA
Cristiano Ronaldo tókst að hneyksla marga í leik Real Madrid og í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Útlitið er nefnilega það mikilvægasta af öllu hjá þessum besta fótboltamanni heims undanfarin tvö ár.

Ronaldo skoraði langþráð mörk í leiknum eða sín fyrstu deildarmörk síðan í byrjun desember. Það voru þó ekki mörkin hans sem stálu fyrirsögnunum eftir leikinn.

Cristiano Ronaldo gekk blóðugur af velli eftir að hafa fengið högg í leiknum. Um leið og hann kom á vellinum fékk hann símann lánaðan hjá sjúkraþjálfara Real Madrid liðsins og fór að skoða sjálfan sig í símanum. Það vantaði bara að lesa undir: „Spegill, spegill ...“

Það var líka augljóst á svipnum hans að hann var ekki ánægður með það sem hann sá enda alblóðugur.  

Það var einnig greinilegt að þarna fór ekki maður sem var nýbúinn að skora tvö mörk og vinna 7-1 sigur með félögum sínum heldur maður sem var algjörlega upptekinn af ímynd sinni og útlitinu.

Sjónvarpslýsendurnir áttu líka margir engin orð. „Nú hef ég séð allt“ kom upp úr einhverjum þeirra.



„Þráhyggja Ronaldo varðandi útlit sitt er kominn upp í nýjar hæðir,“ var meðal annars skrifað í frétt Reuters um leikinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×