Lífið

Uppselt á Sónar Reykjavík

Atli Ísleifsson skrifar
Hátíðin var fyrst haldin árið 2013.
Hátíðin var fyrst haldin árið 2013. Vísir/Valli
Uppselt er orðið á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík. Í tilkynningu frá aðstandendum tónlistarhátíðarinnar segir að þeir séu þakklátir fyrir frábærar viðtökur og óska hátíðargestum góðrar skemmtunar í Hörpu um helgina.

Erlendir gestir hátíðarinnar eru samtals 1.500 og hafa aldrei verið fleiri. Í tilkynningunni segir að fjöldi þeirra hafi stigvaxið frá því hátíðin var fyrst haldin í febrúar árið 2013.

Alls munu um 3.300 manns sækja hátíðina í Hörpu og njóta tónleika um sjötíu listamanna og hljómsveita næstu þrjá daga.

Innan skamms verður tilkynnt um dagsetningar fyrir Sónar Reykjavík á næsta ári.

„Sónar Reykjavík fer fram á fimm sviðum í Hörpu dagana 12.-14. Febrúar Alls koma 68 listamenn og hljómsveitir fram á hátíðinni. Á tveimur stærstu sviðum hátíðarinnar koma m.a. fram Skrillex (US), Paul Kalkbrenner (DE), Todd Terje (NO), Jamie xx (UK), SBTRKT (UK), Kindness (UK), Elliphant (SE), Yung Lean & Sad Boys (SE), Ryan Hemsworth (US), Sophie (UK), Nisennenmondai (JP), Mugison, Prins Póló, Samaris, Sin Fang, Fufanu, Ghostigital, Uni Stefson, Young Karin og Súrefni - sem snýr aftur eftir áratuga hlé.

Meðal annarra hljómsveita og listamanna sem koma fram á hátíðinni á öðrum sviðum Sónar Reykjavík í ár eru; Nina Kraviz (RU), Jimmy Edgar (US), Daniel Miller (UK), Kohib (NO), Leave Ya (US), Ametsub (JP), Jón Ólafsson & Futuregrapher, Valgeir Sigurðsson, DJ Margeir, DJ Yamaho, Thor, Exos, Emmsjé Gauti, Kött Grá Pjé, Tonik Ensabmle, Bjarki, DJ Flugvél & Geimskip og M-Band sem hefur sópað að sér lofi og verðlaunum fyrir sína fyrstu breiðskífu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×