Fótbolti

Uppselt á leikinn gegn Hollandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Anton
Ragnar Árnason hjá miði.is hefur staðfest við íþróttavef Vísis að uppselt sé á leik Íslands og Hollands á Laugardalsvelli.

Miðasala hófst í hádeginu í dag en vegna gríðarlega mikils áhuga var mjög erfitt að komast í gegnum miðasölukerfi vefsins.

„Það er ljóst að vefurinn lá aldrei niðri en hann var afar hægur, enda gríðarlegt álag á honum. Við höfum ekki séð þetta svona áður,“ sagði Ragnar.

„Við erum að fara yfir með samstarfsaðilum okkar hvað gerðist sem hægði svona á vefnum. Vefurinn hefur áður sýnt að hann geti staðið af sér mikið álag. Besta dæmið um það eru tónleikarnir með Justin Timberlake en það seldist upp á þá á nokkrum mínútum.“

Leikur Íslands og Hollands fer fram mánudagskvöldið 13. október.


Tengdar fréttir

Midi.is liggur niðri

Mikill áhugi virðist vera á landsleik Íslands og Hollands í undankeppni EM 2016. Miðasala hófst á Miði.is klukkan tólf og síðan hefur síðan legið niðri vegna álags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×