Tónlist

Uppselt á Justin Timberlake

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Justin Timberlake er líklega mjög sáttur við viðtökurnar.
Justin Timberlake er líklega mjög sáttur við viðtökurnar. vísir/getty
Uppselt er á tónleika Justins Timberlake sem fram fara þann 24. ágúst næstkomandi í Kórnum. „Það náðu einhverjir að komast inn á Miða.is á slaginu klukkan 10.00 en þá hrundi kerfið skyndilega. Klukkan 10.30 fór salan aftur í gang og klukkan 10.45 var allt orðið pakkuppselt,“segir Ísleifur B. Þórhallsson tónleikahaldari Senu.

16.000 miðar voru í boði á tónleikana. „Það er enginn möguleiki á að það verði fleiri miðar í boði, því miður,“ segir Ísleifur spurður um hvort fleiri miðar fari í sölu sökum mikillar eftirspurnar.

Hvað þýðir þessa ótrúlega eftirspurn á tónleikana? „Við hittum á listamann sem er á hátindi feril síns. Íslendingar eru óvanir því að fá svona stórt „show“ til landsins og listamann sem er á hátindi feril síns. Þetta gefur okkur byr undir báða vængi til að flytja inn fleiri svona súperstjörnur."

Er möguleiki á aukatónleikum? „Svarið er enn og aftur nei," segir Ísleifur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×