Viðskipti innlent

Uppsagnir í Landsbankanum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Höfuðstöðvar Landsbankans
Höfuðstöðvar Landsbankans Vísir/Rósa
Átján manns hefur verið sagt upp hjá Landsbankanum. Fram kemur í fréttatilkynningu frá bankanum að uppsagnirnar séu hluti af hagræðingu í rekstri bankans.

Útibúinu í Sandgerði verður lokað frá og með 11. október nk. og fer hluti starfsmanna þaðan í útibú bankans í Reykjanesbæ. Að auki mun bakvinnslan sem verið hefur í Reykjanesbæ flutt í Mjóddina og býðst starfsmönnum úr Reykjanesbæ vinna þar. Þjónustuverið á Selfossi hefur svo verið lagt niður og verða þjónustuver nú starfrækt í Reykjavík og á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×