Innlent

Uppsagnir á Kumbaravogi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Kumbaravogi verður lokað í mars.
Kumbaravogi verður lokað í mars. vísir/eyþór
Verið er að segja upp starfsfólki hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs þessa dagana.

Eins og kunnugt er ákvað heilbrigðisráðherra að starfseminni verði hætt í lok mars á grundvelli skýrslu Embættis landlæknis um ýmsa ágalla á staðnum og starfseminni sem ekki hafi verið bætt úr þrátt fyrir ítrekuð tilmæli.

Að sögn Margrétar Bjarkar Ólafsdóttur vinna um fimmtíu manns á Kumbaravogi í misstóru starfshlutfalli.

Um helmingur þeirra búi á Selfossi en einnig margir á Stokkseyri auk annarra staða í nágrenninu. Margrét telur þessar uppsagnir skiljanlega mikla blóðtöku fyrir svæðið enda sé Kumbaravogur stærsti vinnustaðurinn á Stokkseyri fyrir utan skólann í þorpinu. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×