SUNNUDAGUR 19. FEBRÚAR NÝJAST 13:57

Snorri og Saga trúlofuđ

LÍFIĐ

Uppsafnađur halli hjá heilbrigđisstofnunum á landsbyggđinni tvöfaldast á ţremur árum

 
Innlent
12:56 04. MARS 2016
Uppsafnađur halli er mestur hjá Heilbrigđisstofnun Suđurlands.
Uppsafnađur halli er mestur hjá Heilbrigđisstofnun Suđurlands. VÍSIR/PJETUR

Ríkisendurskoðun hvetur velferðarráðuneytið til að bregðast sem fyrst við uppsöfnuðum rekstrarhalla fimm heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni en hallinn nam tæplega einum milljarði króna á síðasta ári.

Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu stofnunarinnar vegna reiknilíkans heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Fyrir þremur árum skilaði Ríkisendurskoðun skýrslu um reiknilíkanið og var það þá mat stofnunarinnar að nýta þyrfti það betur, meðal annars með því að tryggja aðgengi forstöðumanna að líkaninu og auka gagnsæi og læsileika þess.

Ríkisendurskoðun telur ekki þörf á áð ítreka ábendingar sínar nú en hvetur ráðuneytið engu að síður til þess að leita leiða svo bregðast megi sem fyrst við uppsöfnuðum halla fimm heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Þannig hafi uppsafnaður halli þeirri numið 956 milljónum í fyrra og hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2012.

Um er að ræða Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Af þessum stofnunum var hallinn mestur hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, eða 391 milljón króna, og næstmestur hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, eða 270 milljónir króna.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Uppsafnađur halli hjá heilbrigđisstofnunum á landsbyggđinni tvöfaldast á ţremur árum
Fara efst