Erlent

Uppreisnarmenn taka þátt í friðarviðræðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Samninganefnd uppreisnarmanna í Sýrlandi hefur ákveðið að koma að nýjum friðarviðræðum í vikunni. Hingað til hafa þeir ekki viljað mæta og segja stjórnarherinn brjóta gegn vopnahléinu þar í landi. Viðræðurnar fara fram í Genf í lok vikunnar og vonast er til að þær geti hjálpað til við að binda enda á borgarastyrjöldina í Sýrlandi.

Þrátt fyrir ásakanir uppreisnarmann segja þeir að brotum á vopnahléinu hafi farið verulega fækkandi. Þá eigi hjálparstarfsmenn auðveldara með að komast að umsetjum bæjum og borgum.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni er búist við því að samninganefndin verði komin til Genf á föstudaginn.

Í gær sagði forsvarsmaður Syrian Observatory for Human Rights frá því að gærdagurinn hefði verið sá rólegast frá því að vopnahléið var sett á þann 27. febrúar.


Tengdar fréttir

Fallist hefur verið á 2 vikna vopnahlé

Uppreisnarhópar í Sýrlandi og stjórnarher Assads heita því að virða vopnahlé, sem hefjast á í dag. Árásir stóðu fram á síðustu stundu.

Vopnahléið heldur áfram að mestu

Rússar segja að vopnahléið í Sýrlandi hafi verið rofið níu sinnum, en þeir eru einnig sakaðir um loftárásir gegn uppreisnarmönnum:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×