Erlent

Uppreisnarmenn ná sýrlenska bænum Idlib

Atli Ísleifsson skrifar
Um 100 þúsund manns búa í Idlib.
Um 100 þúsund manns búa í Idlib. Vísir/AFP
Liðsmenn uppreisnarhóps sem kennir sig við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa náð bænum Idlib í norðvesturhluta Sýrlands á sitt vald.

Talsmaður mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights segir að Nusra-fylkingin hafi náð yfirráðum yfir Idlib fyrr í dag eftir harða bardaga síðustu daga.

Idlib er önnur héraðshöfuðborgin í Sýrlandi sem kemst í hendur uppreisnarmanna, en Raqqa hafði áður fallið í hendur liðsmanna ISIS.

Í frétt BBC segir að rúmlega 200 þúsund manns hafi látist frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst fyrir fjórum árum. Um 11 milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín.

Um 100 þúsund manns búa í Idlib og segja fréttaskýrendur að fréttirnar séu mikið áfall fyrir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×