Lífið

Uppnám eftir að smokkur var notaður við haggisgerð í sænska barnatímanum

Atli Ísleifsson skrifar
Sjónvarpskokkurinn Bon.
Sjónvarpskokkurinn Bon.
Reiðir foreldrar hafa kvartað til sænska ríkissjónvarpsins eftir að kokkurinn Bon notaðist við smokka í sænska barnatímanum þegar hann hugðist kenna börnum hvernig skuli búa til skoska þjóðarréttinn haggis.

Í innslaginu segir Bon frá því að áður fyrr hafi verið notast við þarma úr svínum en þar sem hann hafi ekki tök á að komast yfir slíkt verði að grípa til annarra ráða. 

„Amma er vön að vera með ýmislegt í töskunni sinni... Þar finnum við kannski eitthvað sem við getum notað. Blöðrur! Það gengur líka vel,“ segir Bon og tekur þá upp smokk.

Hópur foreldra sem hafa tjáð sig á Facebook-síðu SVT segja alveg ljóst að börn sjái að þarna notist Bon ekki við venjulega blöðru. Í frétt Aftonbladet um málið segir einn viðmælandi að það hræði sig, sé það raunin að sænska ríkissjónvarpið telji það vera í lagi að birta innslag sem þetta. „Ógeðslegt, siðlaust og í hæsta máti óviðeigandi,“ segir einn áhorfandi.

Þáttastjórnandinn Johanna Gårdare segir þó ekkert að því að notast við smokka í barnaþætti. „Hugsunin var ekki að útskýra til hvers smokkar séu notaðir, heldur á maður að halda að þetta sé blaðra.“

Sjá má innslag Aftonbladet að neðan þar sem sést hvernig Bon býr til haggis með sínum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×