Viðskipti erlent

Upplýsingar um nýjan vafra Microsoft láku á netið

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá kynningu Microsoft í janúar.
Frá kynningu Microsoft í janúar. Vísir/EPA
Tæknirisinn Microsoft kynnti í janúar nýjan vafra fyrirtækisins, Spartan, sem ætlað er að veita Google Chrome og Mozilla Firefox samkeppni. Talgervillinn Cortana mun fylgja vafranum, en hingað til hafa ekki legið fyrir miklar upplýsingar um útlit og virkni Spartan. Spartan er vinnuheiti fyrir vafrann sem mun fylgja útgáfu Windows 10.

Í rauninni virkar Cortana á þann veg, að á meðan fólk notar Spartan til að vafra um á netinu skoðar Cortana aðrar upplýsingar um það sem notendur skoða og setur þær fram á aðgengilegan máta. Forsvarsmenn síðunnar WinBeta urðu sér út um eintak af Spartan og birtu myndband sem sýnir hvernig Cortana virkar.

Til dæmis er hægt að sverta orð og spyrja Cortönu út í það orð og þá opnast hliðargluggi, með upplýsingum um það sem valið var.

Á vef Verge segir að Microsoft muni kynna Windows 10 betur í lok mars og þeirri kynningu muni fylgja kynning á Spartan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×