Innlent

Upplifun að bera HM boltann inn á völlinn

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Rebekka Rut Harðardóttir
Rebekka Rut Harðardóttir Skjáskot úr frétt
Hin 12 ára Rebekka Rut Harðardóttir var valin boltaberi Kia umboðsins í leik Íslands gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu um helgina. Fjölmargir sóttu um, en allir umsækjendur þurftu að senda inn myndband af ástríðu sinni tengdri fótbolta. Hún segir það upplifun að fá að taka í höndina á strákunum okkar.

 „Svo loks voru 10 einstaklingar valdir í úrslit og þar tókum við þátt í fótboltatilraunum og þrautum. Svo loksins var einn valinn sigurvegari,“ segir Rebekka, sem eins og áður segir vann sigur úr býtum.

„Ég gekk inn á völlinn og hélt á HM fótboltanum. Það var rosalega gaman. Gaman að fá að upplifa þetta,“ segir Rebekka.

Skjáskot út myndbandasafni RÚV
Þá segist hún hafa fundið fyrir örlitlu stressi en mun meiri spenningi.

Aðspurð segir hún ábyrgðarhlutverkið vera það skemmtilegasta sem hún hafi tekið að sér. Sjálf spilar hún fótbolta með 4 flokki Fylkis.

En ætlar hún að verða fótboltastjarna?

„Já það er draumurinn,“ segir Rebekka.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×