Fótbolti

Upplifðu stemninguna í stúkunni þegar Kolbeinn skoraði í 360 gráðum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stemningin hjá íslensku áhorfendunum á Allianz Riviera-vellinum í Nice þegar Kolbeinn Sigþórsson skoraði það sem varð á endanum sigurmarkið gegn Englandi var algjörlega geggjuð.

Því miður fengu Íslendingar aðeins rétt ríflega 3.000 miða á völlinn sem var mikil synd en mun færri komust að en vildu. Í leiknum á undan gegn Austurríki í París voru 10.000 íslenskir stuðningsmenn.

En þó þú hafir ekki verið þarna geturðu núna upplifað að hluta til hvernig stemningin var þökk sé virkilega skemmtilegu myndbandi frá Aðalsteini Kjartanssyni, stjörnublaðamanni Reykjavík Media, sem var á leiknum.

Hann var með myndavél á lofti allan leikinn og ekki nóg með það tók hann upp í 360 gráðum þannig hægt er að færa myndbandið til og sjá nákvæmlega hvernig stemningin var.

Þetta áhugaverða myndband má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×