Handbolti

Upplausn hjá Fram: Reynir hættur eftir mánuð í starfi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Reynir var ráðinn 20. maí en er nú hættur.
Reynir var ráðinn 20. maí en er nú hættur. mynd/heimasíða fram
Reynir Þór Reynisson er hættur sem þjálfari Fram eftir aðeins mánuð í starfi. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Tilkynnt var um ráðningu Reynis 20. maí en hann entist ekki lengi í starfi.

Í tilkynningunni um brotthvarf Reynis kemur fram að hann hafi stigið til hliðar að eigin ósk.

Samkvæmt heimildum RÚV hættu þrír stjórnarmenn í stjórn Fram eftir að Reynir sagði upp störfum.

Mikill flótti hefur verið úr herbúðum Fram eftir að síðasta tímabili lauk.

Kristófer Fannar Guðmundsson, Óðinn Þór Ríkharðsson, Ólafur Ægir Ólafsson, Arnar Snær Magnússon Garðar B. Sigurjónsson, Stefán Darri Þórsson og Þorgrímur Smári Ólafsson eru allir farnir frá Fram sem endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili. Safamýrarliðið tapaði svo 2-1 fyrir Val í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×