Lífið

Uppistandarinn Jason Rouse til landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Komedy stendur fyrir sýningunni en forsala hefst á fimmtudaginn 9. apríl klukkan 10.
Komedy stendur fyrir sýningunni en forsala hefst á fimmtudaginn 9. apríl klukkan 10.
Uppistandarinn Jason Rouse mun vera með uppistand í Háskólabíói föstudagskvöldið 5. júní næstkomandi.

Í tilkynningu segir að Rouse sé uppistandari sem komi með nýja sýn á hefðbundna veröld grínistans og í raun snúi henni á hvolf.

„Síðasta áratug hefur þessi utangarðsmaður grínsins brýnt háðsádeilu sína í klúbbum og á grínhátíðum um allan heim. Jason Rouse hefur sett sér það markmið að draga upp nýja sýn á uppistandsgrínið. Hefðbundið grín, til vinstri og hægri lifir góðu lífi en miðhlutinn hefur orðið útundan. Þar ætlar þetta Hirðfífl frá Helvíti að hasla sér völl.“

Komedy stendur fyrir sýningunni í samstarfi við Bola og Doritos og hefst forsala á midi.is fimmtudaginn 9. apríl klukkan 10.

Sjá má sýnishorn úr sýningu Rouse í spilaranum að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×