FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER NÝJAST 10:15

Loka göngustígum viđ Skógafoss

FRÉTTIR

Uppistand Miđ-Íslands gefiđ yfir 100 milljónir

 
Viđskipti innlent
08:00 20. JANÚAR 2016
Miđ-Ísland hefur stađiđ fyrir yfir 180 sýningum í Ţjóđleikhúsinu á síđustu sjö árum.
Miđ-Ísland hefur stađiđ fyrir yfir 180 sýningum í Ţjóđleikhúsinu á síđustu sjö árum. FRÉTTABLAĐIĐ/ERNIR

Tekjur uppistandssýningar Mið-Íslands í Þjóðleikhúsinu nema um 110 milljónum króna á síðustu fjórum árum. Í fyrstu voru þetta aukatekjur fyrir hópinn en nú er þetta orðið fullt starf að sögn Ara Eldjárn uppistandara.

Tekjur Mið-Íslands námu um 37,8 milljónum króna árið 2015 þegar hópurinn hélt 60 sýningar fyrir 10.800 manns. Árið 2014 var besta ár hópsins en þá hélt hann 76 sýningar fyrir 15.200 gesti, og  má áætla að tekjurnar hafi numið um 44 milljónum króna. Árið 2013 sóttu níu þúsund gestir sýninguna og má áætla að tekjurnar hafi numið 22,5 milljónum króna. Árið 2012 sóttu 2.500 manns sýninguna og námu tekjurnar um 6,25 milljónum króna.

„Við höfum byggt þetta upp hægt og rólega í sjö ár, það hefur verið stígandi í aðsókn og í ár hefur sýningin farið mjög vel af stað. Skýringin er hugsanlega sú að við völdum snemma að vera frekar með margar sýningar í litlum sal og það hefur ef til vill aukið umtalið. Miðaverð hefur reyndar líka alltaf verið mjög viðráðanlegt hjá okkur og svo spilar það stóra rullu að við erum með glænýtt efni á hverju einasta ári. En ég útiloka heldur ekki að sýningin þyki bara svona rosalega skemmtileg,“ segir Ari Eldjárn, einn af meðlimunum.

„Fyrstu árin voru þetta bara aukatekjur en í dag er þetta meira en fullt starf fyrir okkur, sem er bara draumi líkast. En auðvitað er krefjandi verkefni að reka svona sýningu og létt að tína sér í sjálfri framleiðslunni sem er tímafrek og ekkert alltaf svakalega skemmtileg. En sjálft grínið og flutningurinn er á endanum það sem skiptir öllu máli og viljum við meina að við höfum aldrei verið öflugri en núna,“ segir Ari.

Samkvæmt heimildum Markaðarins er nær uppselt á sýningar Mið-Íslands á nýju ári. Um er að ræða ellefu sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum.

Kjallarinn rúmar 180 manns og kostar miðinn 3.500 krónur. Því má áætla að tekjur hópsins nemi 6,9 milljónum króna af fyrstu sýningunum á nýju ári.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Uppistand Miđ-Íslands gefiđ yfir 100 milljónir
Fara efst