Lífið

Upphluturinn fundinn: „Amma er alveg í skýjunum“

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigrún og amma hennar. Til hægri sést upphluturinn vel.
Sigrún og amma hennar. Til hægri sést upphluturinn vel. Sigrún Guðmundsdóttir
Upphluturinn sem Sigrún Guðmundsdóttir leitaði logandi ljósi að er kominn í leitirnar. Vísir greindi frá leitinni í gær en upphluturinn er í eigu ömmu Sigrúnar og alnöfnu og týndist þann 16. september síðastliðinn.

„Ég fékk sendan póst frá verslunarstjóra á Laugaveginum sem sagði að þetta hefði verið skilið eftir á dögunum og vissi ekki hver ætti þetta. En hann lét mig vita þegar hann sá greinina í gærkvöldi,“ segir Sigrún í samtali við Vísi um fundinn.

Sigrún hafði fengið upphlutinn lánaðan frá ömmu sinni í stórum poka sem hún fór með í miðbæ Reykjavíkur en glataði honum þar. Nú þegar upphluturinn er kominn í leitirnar er mikil gleði hjá henni og ömmu hennar. „Amma er alveg í skýjunum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×