Enski boltinn

Upphitun fyrir leiki dagsins: Skytturnar sækja Svanina heim | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Átta leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tottenham, sem hefur unnið fimm leiki í röð, tekur á móti West Brom í hádegisleiknum.

Með sigri fer Spurs upp fyrir Liverpool og í 2. sæti deildarinnar. West Brom getur hins vegar farið upp fyrir Everton og í 7. sætið með sigri.

Paul Clement stýrir Swansea City í fyrsta sinn í deildarleik þegar liðið fær Arsenal í heimsókn.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar unnu Crystal Palace í síðustu umferð og geta komið sér upp úr fallsæti með sigri í dag. Arsenal, sem hefur gefið eftir að undanförnu, er í 5. sæti deildarinnar.

Burnley, sem hefur náð í 22 af 23 stigum sínum á heimavelli, tekur á móti Southampton sem hefur tapað þremur leikjum í röð.

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Crystal Palace, mætir sínum gömlu lærisveinum í West Ham United.

Middlesbrough getur dregið Watford niður í fallbaráttuna með sigri í leik liðanna á Vicarage Road.

Þá sækir Stoke City Sunderland heim og Hull City fær Bournemouth í fyrsta deildarleiknum undir stjórn Marco Silva.

Í síðasta leik dagsins fer topplið Chelsea á King Power völlinn og mætir Englandsmeisturum Leicester City.

Leikir dagsins:

12:30 Tottenham - West Brom

15:00 Swansea - Arsenal

15:00 Burnley - Southampton

15:00 West Ham - Crystal Palace

15:00 Watford - Middlesbrough

15:00 Sunderland - Stoke

15:00 Hull - Bournemouth

17:30 Leicester - Chelsea




Fleiri fréttir

Sjá meira


×