Enski boltinn

Upphitun fyrir leiki dagsins: Kemst Arsenal í annað sætið | Myndband

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þrír leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag og eru þeir allir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Gamanið hefst með leik Southampton og Englandsmeistara Leicester City í hádeginu klukkan 12. Bæði lið vilja sigra til að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá botnbaráttunni.

Klukkan 14:15 tekur Arsenal á móti Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley. Arsenal getur með sigri komist í annað sæti deildarinnar en Burnley getur komist í 9. sætið með sigri.

Það er svo klukkan 16:30 sem meistaraefnin í Chelsea taka á móti Hull. Hull er í næst neðsta sæti deildarinnar en getur með sigri komist úr fallsæti. Chelsea getur náði níu stiga forystu á toppnum. Ef Arsenal vinnur fyrr um daginn þyrfti toppliðið að sætta sig við átta stiga forystu.

Leikir dagsins:

12:00 Southampton - Leicester City

14:15 Arsenal - Burnley

16:30 Chelsea - Hull City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×