Enski boltinn

Upphitun fyrir enska: Lykilleikur fyrir Gylfa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það verður nóg um að vera í ensku úrvalsdeildinni í dag en alls eru sjö leikir á dagskrá í dag og þrír á morgun - þar af stórleikur Manchester City og Liverpool.

Veislan hefst með viðureign West Brom og Arsenal en síðarnefnda liðið má ekki við frekari skakkaföllum eftir að hafa tapað þremur af síðustu fjórum leikjum í deildinni og dottið niður í fimmta sætið.

Englandsmeistarar Chelsea eru á mikilli siglingu á toppi deildarinnar og tíu stigum á undan næsta liðið. Chelsea fer í heimsókn á erfiðan útivöll Stoke City sem siglir nokkuð lygnan sjó um miðja deild.

Englandsmeistarar Leicester eru einnig í eldlínunni í dag eftir afrek vikunnar í Meistaradeildinni.

Síðdegisleikurinn er viðureign Bournemouth og Swansea sem telst vafalaust vera sex stiga leikur í botnbaráttunni. Fyrrnefnda liðið kemur sér í afar þægilega stöðu með sigri en Swansea, sem tapaði fyrir Hull í öðrum botnslag um síðustu helgi, nær að jafna Bournemouth að stigum með sigri í dag.

Swansea er sem stendur með 27 stig í sextánda sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti. Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið afar öflugur á tímabilinu og kominn með átta mörk og ellefu stoðsendingar á tímabilinu. Hnann verður sjálfsagt í aðalhlutverki, enn og aftur, með velsku svönunum í dag.

Hitað er upp fyrir alla leiki dagsins í myndbandinu hér fyrir ofan.

Dagskrá Stöðvar 2 Sports:

12.20 West Brom - Arsenal

14.50 Stoke - Chelsea

17.20 Bournemouth - Swansea

Frumsýning leikja:

18.30 West Ham - Leicester á Sport 4

19.30 Crystal Palace - Watford á Sport 3

19.50 Sunderland - Burnley á Sport 2

20.15 Everton - Hull City á Sport 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×