Enski boltinn

Upphitun: Nær Mourinho að snúa við gengi United?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sjötta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í dag og fara átta leikir fram á afar annasömum degi.

Hann hefst með stórslag Manchester United og Englandsmeistara Leicester á Old Trafford en Jose Mourinho, stjóri United, er strax kominn í vandræði með lið sitt eftir að hann tapaði þremur leikjum á einni viku.

Var það í fyrsta sinn síðan 2002 að lið undir hans stjórn tapaði þremur leikjum í röð í öllum keppnum en þar af voru tveir deildarleikir, gegn Manchester City og Watford.

United náði svo að rétta úr kútnum með sigri á Northampton í ensku deildarbikarnum í vikunni.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Swansea eiga erfiðan leik gegn toppliði Manchester City sem hefur enn ekki tapað stigi á tímabilinu. Francesco Guidolin, stjóri Swansea, þykir afar veltur í sessi og hefur Ryan Giggs, fyrrum leikmaður Manchester United og velska landsliðsins, verið orðaður við starfið.

Stórleikur dagsins er svo viðureign Arsenal og Chelsea klukkan 16.30. Hitað verður upp fyrir þann leik í myndveri Messunnar á Stöð 2 Sport og hefst hún klukkan 16.10.

Gestir Guðmundar Benediktssonar í upphitun að þessu sinni verða Bjarni Guðjónsson og Ingólfur Sigurðsson.

Dagskrá Stöðvar 2 Sports:

11.20 Manchester United - Leicester (Sport)

13.50 Liverpool - Hull (Sport)

16.10 Upphitun fyrir Arsenal - Chelsea (Sport)

16.15 Swansea - Manchester City (Sport 4)

16.30 Arsenal - Chelsea (Sport)

18.00 Stoke - WBA (Sport 4)

18.30 Middlesbrough - Tottenham (Sport 2)

18.45 Bournemouth - Everton (Sport)

20.10 Sunderland - Crystla Palace (Sport 2)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×