Enski boltinn

Upphitun: Kemst Chelsea á toppinn? | Myndband

35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst með mikilvægum Lundúnarslag í hádeginu en alls fara sex leikir fram í dag.

Tottenham og Fulham eigast við en lærsveinar Tim Sherwood eiga enn möguleika á Evrópusæti. Fulham þurfa þó sárlega á stigunum að halda í botnbaráttu deildarinnar.

Leikjum dagsins lýkur svo með viðureign Chelsea gegn botnliði Sunderland síðdegis en þeir bláu komast á toppinn með sigri.

Sunderland gerði hins vegar jafntefli við Manchester City á miðvikudaginn og gætu rétt Liverpool, núverandi toppliði, aftur hjálparhönd með því að stríða Jose Mourinho og hans mönnum í dag.

Farið er yfir leiki dagsins í myndbandinu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×