Erlent

Uppgötvuðu að helíum uppsprettu var að finna í Tansaníu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Helíum er þekkt fyrir að vera notað í blöðrur en það er notað í margvíslegum öðrum tilgangi sem telst mun mikilvægari.
Helíum er þekkt fyrir að vera notað í blöðrur en það er notað í margvíslegum öðrum tilgangi sem telst mun mikilvægari. Vísir/Getty
Vísindamenn hafa uppgötvað stóra helíum-uppsprettu í Tansaníu. Þetta eru stórtíðindi þar sem helíumbirgðir í heiminum eru að klárast.  

Þetta segja jarðfræðingar í háskólunum í Durham og Oxford. Helíum er notað í röntgentækjum, sjónaukum og geimförum svo eitthvað sé nefnt. Þar til nú hefur helíumgasið aðeins fundist í litlu magni þar sem borað er eftir olíu og öðrum gastegundum. En með nýrri leitaraðferð fundu vísindamenn mikið magn af helíumi í Rift-dalnum í Tanzaníu.

Þeir fullyrða að með helíumgasi úr aðeins einum hluta dalsins væri hægt að tryggja helíum í yfir milljón röngten skanna. Chris Ballentina prófessor hjá jarðfræðideild Oxford háskóla sagði að þetta væru stórtíðindi og að fundurinn breytti miklu. Telur Ballentina að fundurinn gefi fyrirheit um að hægt sé að finna meira helíum annars staðar.

 


Tengdar fréttir

Vísindi árið 2015 - Hið stóra kannað og hið smáa beislað

Þegar það styttist í að Jörðin klári 365 daga hringferð sína um Sólina er viðeigandi að horfa yfir farinn veg og rifja upp það sem upp úr stóð á árinu. Líkt og síðustu ár var árið 2015 gjöfult þegar vísindi eru annars vegar. Hérna eru helstu vísindaafrek og uppgötvanir ársins 2015. Þetta er augljóslega ekki tæmandi listi en hann inniheldur það sem vakti sérstaklega athygli höfundar.

Stærsta loftfar heims

Má nota til farþegaflutninga, rannsókna, gæslu og þungaflutninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×