Viðskipti innlent

Uppgangur Pírata ekki áhyggjuefni að mati Moody's

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þingmenn Píratapartísins.
Þingmenn Píratapartísins. vísir/vilhelm
Árleg skýrsla matsfyrirtækisins Moody's um Ísland er komin út. Skýrslan er gefin út í kjölfar reglulegrar heimsóknar sérfæðinga fyrirtækisins til landsins í júní. Skýrsluna má nálgast hér.

Niðurstöðum skýrslunnar svipar að mörgu leiti til niðurstaðna Standard & Poor's sem hækkaði lánshæfismat íslensku bankanna og ríkissjóðs í kjölfar trúverðugrar aðgerðaráætlunar stjórnvalda til losunar fjármagnshafta.

Í skýrslunni kemur einnig fram að Moody's óttist ekki uppgang Píratapartísins. Í síðustu könnunum hafa Píratar ítrekað mælst stærsti flokkur landsins með allt að þriðjung kjósenda að baki sér.

„Miðað við ummæli þingmanna Píratapartísins í umræðum Alþingis um aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna losun fjármagnshafta, þar með talið notkun fjármagns sem mun falla í hlut ríkisins með útgöngugjaldi eða stöðugleikaskatti, er ekki talið líklegt að flokkurinn muni stuðla að óskynsamlegri nýtingu almannafjár komist hann til valda.“

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×