Innlent

Uppeldislegt gildi í refsingum

kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar
Helgi Hjörvar er einn þeirra þingmanna Samfylkingar sem leggja til breytingar á hegningarlögum í því skyni að gefa ungu fólki tækifæri til að rata rétta leið í lífinu.
Helgi Hjörvar er einn þeirra þingmanna Samfylkingar sem leggja til breytingar á hegningarlögum í því skyni að gefa ungu fólki tækifæri til að rata rétta leið í lífinu. Fréttablaðið/Daníel
Fimm þingmenn Samfylkingarinnar, með Helga Hjörvar í fararbroddi, hafa lagt fram frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem veita mun dómurum heimild til að dæma unga afbrotamenn til samfélagsþjónustu. Mun ákvæðið ná til afbrotamanna á aldrinum 15-21 árs og taka til skilorðsbundinna dóma.

Þingmönnunum finnst vanta úrræði sem er nokkurs konar millistig á milli skilorðsbundinna dóma í upphafi brotaferils og óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar á síðari stigum.

Samfélagsþjónusta felur í sér ólaunað starf í þágu samfélagsins, svo sem líknar- eða félagsstarf ýmiss konar, sem er unnið utan vinnutíma.

Þetta úrræði er afar sjaldan nýtt hér á landi þegar kemur að ungum brotamönnum. Það er vegna þess að samfélagsþjónusta kemur einungis til skoðunar í tilviki óskilorðsbundinna dóma.

Þingmennirnir fimm telja úrræðið fela í sér verulegt uppeldislegt gildi og það er von þeirra að það dragi úr líkum á því að umrædd ungmenni leiðist á braut frekari afbrota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×