MIĐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER NÝJAST 12:01

MH17: Ráku slóđ Buk-kerfisins til Rússlands

FRÉTTIR

Uppáhaldi stuđningsmanna Cleveland skipt í burtu

 
Körfubolti
08:45 19. FEBRÚAR 2016
Varejao er vinsćll í Cleveland.
Varejao er vinsćll í Cleveland. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Tólf ára dvöl Brasilíumannsins Anderson Varejao hjá Cleveland Cavaliers er lokið en honum var skipt til Portland Trail Blazers í gær.

Varejao er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Cleveland en hann er sjöundi leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 591 leiki. Þeir hefðu þó orðið miklu fleiri ef ekki hefði verið fyrir erfið meiðsli. Varejao spilaði t.a.m. aðeins 26 leiki á síðasta tímabili vegna meiðsla.

Varejao var sendur til Portland ásamt valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins. Í staðinn fékk Cleveland valrétt í annarri umferð sem þeir skiptu svo ásamt bakverðinum Jared Cunningham til Orlando Magic fyrir Channing Frye.

Frye, sem er á sínu tíunda tímabili í NBA, var með 5,2 stig og 3,2 fráköst að meðaltali í leik fyrir Orlando í vetur. Frye er fín þriggja stiga skytta en hann er með 39,7% skotnýtingu fyrir utan á tímabilinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Uppáhaldi stuđningsmanna Cleveland skipt í burtu
Fara efst