SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 01:06

Katrín Tanja komst á toppinn og Sara er áfram í öđru sćtinu

SPORT

Uppáhaldi stuđningsmanna Cleveland skipt í burtu

 
Körfubolti
08:45 19. FEBRÚAR 2016
Varejao er vinsćll í Cleveland.
Varejao er vinsćll í Cleveland. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Tólf ára dvöl Brasilíumannsins Anderson Varejao hjá Cleveland Cavaliers er lokið en honum var skipt til Portland Trail Blazers í gær.

Varejao er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Cleveland en hann er sjöundi leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með 591 leiki. Þeir hefðu þó orðið miklu fleiri ef ekki hefði verið fyrir erfið meiðsli. Varejao spilaði t.a.m. aðeins 26 leiki á síðasta tímabili vegna meiðsla.

Varejao var sendur til Portland ásamt valrétti í fyrstu umferð nýliðavalsins. Í staðinn fékk Cleveland valrétt í annarri umferð sem þeir skiptu svo ásamt bakverðinum Jared Cunningham til Orlando Magic fyrir Channing Frye.

Frye, sem er á sínu tíunda tímabili í NBA, var með 5,2 stig og 3,2 fráköst að meðaltali í leik fyrir Orlando í vetur. Frye er fín þriggja stiga skytta en hann er með 39,7% skotnýtingu fyrir utan á tímabilinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Uppáhaldi stuđningsmanna Cleveland skipt í burtu
Fara efst