Viðskipti innlent

Unnur Míla tekur við af Sigurði hjá Íbúðalánasjóði

Haraldur Guðmundsson skrifar
Íbúðalánasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins.
Íbúðalánasjóður er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. Mynd/ÍLS
Sigurður Jón Björnsson, framkvæmdastjóri fjárstýringarsviðs Íbúðalánasjóðs, hefur ákveðið að láta af störfum frá og með 1. apríl. Unnur Míla Þorgeirsdóttir, sjóðstjóri hjá Íbúðalánasjóði, mun taka tímabundið við starfi framkvæmdastjóra fjárstýringar.

Unnur Míla Þorgeirsdóttir
Unnur hefur samkvæmt tilkynningu Íbúðalánasjóðs víðtæka reynslu af fjármálamarkaði með áherslu á eigna- og fjárstýringu fyrir einstaklinga og stofnanafjárfesta.

„Unnur var áður forstöðumaður eignastýringar ALM verðbréfa en starfaði þar áður við stýringu á lausafjársafni Glitnis hf. Hún hefur einnig starfað sem sjóðstjóri erlends ríkisskuldabréfasjóðs hjá Íslandssjóðum, við endurskipulagningu einkabankaþjónustu Íslandsbanka, í fjárstýringu hjá Glitni banka auk þess sem hún var forstöðumaður eignastýringar hjá MP banka,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×