Innlent

Unnur Brá bíður með að tjá sig um prófkjörið

Snærós Sindradóttir skrifar
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. vísir/vilhelm
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að tjá sig strax um kosningu sína í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina. Slakt gengi kvenna hefur vakið athygli en Unnur Brá hafnaði í fimmta sæti í kjördæminu. Þrír karlmenn, Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason, hrepptu þrjú efstu sætin.

„Það er fundur í kjördæmisráði á sunnudaginn. Ég ætla að tjá mig fyrst við mína flokksmenn,“ sagði Unnur Brá í samtali við Fréttablaðið.

Mikið er rætt um það innan Sjálfstæðisflokksins að breyta röð frambjóðenda til að bæta hag kvenna í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi. Kosning á listana er ekki bindandi þar sem ekki náðist fimmtíu prósenta þátttaka flokksmanna í prófkjörinu og enginn frambjóðenda náði meira en fimmtíu prósenta fylgi í kosningunni. Það er í valdi kjördæmisráðs að hafna listanum.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir

Sjálfstæðiskonur guldu afhroð

Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi.

Erfið helgi stjórnarflokka

Stjórnarflokkarnir komu ekkert sérstaklega vel undan síðustu helgi. Prófkjör sjálfstæðismanna í Kraganum og Suðurkjördæmi skila að óbreyttu lista þar sem karlar raða sér í þingsæti flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×