Innlent

Unnu Hnakkaþon

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Það var mat dómnefndar að vinningsliðið hefði sett fram heildræna lausn á meðal annars markaðsmálum, gæðamálum, flutningi vöru og flutningskostnaði.
Það var mat dómnefndar að vinningsliðið hefði sett fram heildræna lausn á meðal annars markaðsmálum, gæðamálum, flutningi vöru og flutningskostnaði.
Sigurvegarar fyrsta Hnakkaþonsins í Háskólanum í Reykjavík sækja stærstu sjávarútvegssýningu Norður-Ameríku sem fram fer í Boston í mars næstkomandi.

Keppnin fór fram um helgina og höfðu nemendur sólarhring til að setja fram áætlun um hvernig koma má ferskum íslenskum þorskhnökkum á markað á austurströnd Bandaríkjanna og skapa þar eftirspurn eftir vörunni.

Það voru þau Egill Sigurðarson, Heiðrún Ingrid Hlíðberg, Helgi Már Hrafnkelsson, Jóhanna Edwald og Rebekka Rut Gunnarsdóttir sem sigruðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×