Fótbolti

Unnu 38-0 og bættu metið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Fiji og Kasaka.
Úr leik Fiji og Kasaka. vísir/getty
Fiji sló met í gær þegar liðið vann 38-0 sigur á Míkrónesíu, en þetta var stærsti sigur sem lið hefur unnið í alþjóða fótboltaleik.

Fiji var 21-0 yfir í hálfleik, en Antonio Tuivuna skoraði tíu mörk í leiknum. Þeir spila, eins og önnur lið, með U23-ára liðið sitt í keppninni.

Mótshaldarar segja að metið sem áður stóð var þegar Ástralía vann Samóa 31-0 árið 2002 í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Míkrónesía er ekkert í toppmálum í riðlinum. Þeir töpuðu einnig fyrsta leiknum gegn Taíti, en þá töpuðu þeir ekki nema 30-0. Í gær fékk svo liðið átta mörkum fleira á sig.

Liðin eru að berjast um sæti í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna á næstu leiktíð, en Eyjaálfa berst um eitt sæti á Ólympíuleikanna. 24 lið berjast um þetta eina sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×