FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 09:42

Í beinni: Blađamannafundur Íslands í Shkoder

SPORT

United-menn fengu frí eftir sigurinn á Gylfa og félögum

 
Enski boltinn
21:15 04. JANÚAR 2016
Juan Mata.
Juan Mata. VÍSIR/GETTY

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, náði loksins að stýra sínu liði til sigurs á móti Swansea í ensku úrvalsdeildinni um helgina og Hollendingurinn var í góði skapi eftir leikinn.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea City höfðu unnið þrjá leiki í röð á móti United þar 2-1 sigur á Old Trafford í fyrsta deildarleik United-liðsins undir stjórn Van Gaal.

Manchester United var ennfremur ekki búið að vinna leik síðan í nóvember og hafði spilað átta leiki í röð í öllum keppnum án sigurs.

Van Gaal ákvað að gefa sínum leikmönnum frí eftir leikinn en það voru langþráðir frídagar eftir mikið leikjaálag um jól og áramót. Guardian sagði frá þessu.

Næst á dagskrá hjá leikmönnum Manchester United er bikarleikur á móti Sheffield United um næstu helgi. Leikmenn ættu að koma endurnærðir inn í þann leik og með meira sjálfstraust eftir góðan sigur um síðustu helgi.

Juan Mata var ánægður með sigurinn og þá ákvörðun Louis van Gaal að gefa leikmönnum frí.

„Við höfum sem betur fyrir byrjað nýtt ár af krafti og slæma gengið, sem var miklu lengra en við vildum, er nú gleymt og grafið," skrifaði Juan Mata á bloggsíðu sína.

„Við vorum þarna að vinna erfiðan mótherja sem hefur gert okkur lífið leitt undanfarin tímabil. Nú tókst okkur að vinna þá og hefja árið 2016 á bestan mögulegan hátt," sagði Juan Mata.

„Jólatörnin er að baki og eftir þrjá leiki á sjö dögum fáum við nú heila viku til þess að undirbúa okkur fyrir bikarleikinn á móti Sheffield United. Það var því góður tími til að fá smá frí og safna kröftum eftir mikið annríki," sagði Juan Mata.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / United-menn fengu frí eftir sigurinn á Gylfa og félögum
Fara efst